Um fyrirtækið

Kútflutningar er fyrirtæki sem starfar við innflutning og sölu á bæði heildsölu- og smásölumarkaði.

Fyrirtækið Kútflutningar var formlega stofnað árið 2020 af Bergi Leó Björnssyni og Tjörva Þórhallssyni. Nafnið kútflutningar er samsett úr orðunum kútur, líkt og bjórkútur, og flutningum en starfsemin einblínir á innflutning og sölu á áfengum drykkjarvörum og öðrum tengdum vörum.

Stefna fyrirtækisins

 

Markmið Kútflutninga er að geta boðið upp á gæðavörur í fjölbreyttum vöruflokkum á hagstæðu verði. Við viljum að neytendur geti notið góðra gæða á sanngjörnu verði. Þjónusta er okkur einnig mikið hjartans mál, þess vegna leggjum við mikið upp úr því að veita góða og persónulega þjónustu. Við viljum að samskiptin við fyrirtækið séu auðveld og mannleg.

Okkur er einnig annt um viðskiptavini okkar og viljum við því hvetja þá til þess að neyta áfengis í hófi og skemmta sér fallega.