Coppa Cocktails komnir í reynslusölu
Coppa Cocktails eru komnir í reynslusölu ÁTVR í verslununum Heiðrúnu, Kringlunni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Um er að ræða tvær bragðtegundir sem sjaldan hafa klikkað, Mojito og Sex on the Beach. Drykkirnir eru sætir og svalandi og byrja á einstaklega góðum árstíma eða á miðju sumri. Báðar bragðtegundirnar henta einnig þeim sem eru vegan.
Fólk getur núna notið lífsins og tilverunnar með kokteil án nokkurrar fyrirhafnar!
Drykkirnir eru framleiddir í Hollandi en þeir hafa verið að njóta gríðarlegra vinsælda út um allan heim. Það verður spennandi að sjá hvernig drykkjunum verður tekið hér á landi og erum við í Kútflutningum viss um að Coppa eigi eftir að gera gott sumar ennþá betra!