Sturlaðar staðreyndir um áfengi!

Kútflutningar eru með áfengi á heilanum og okkur datt í hug að deila með ykkur nokkrum sturluðum, já þú last rétt, STURLUÐUM staðreyndum um áfengi!

  1. Það tekur heilann 6 mínútur að finna áhrifin af áfenginu eftir að þú tekur fyrsta sopann - Þannig ekki vera óþolinmóð og sitjiði róleg í sex mínútur eftir að þið eruð búin að fá ykkur sopa af gómsætum Coppa Cocktails Mojito og þið ættuð að byrja að finna áhrif.

  2. 48% af fólki í heiminum yfir 15 ára aldri segjast aldrei hafa drukkið áfengi á ævinni.

  3. Það er bannað að drekka áfengi í Breska þinghúsinu, NEMA þú sért kanslarinn og sért að afhenda fjárhagsáætlunina fyrir árið.

  4. 1 af hverjum 5 “country” lögum á top 100 listanum vitna í áfengi.

  5. Heimabruggað “Moonshine” eða það sem menn hér á landi þekkja sem “landa” stendur fyrir um 30% af áfengisdrykkju heims.

  6. Vodka er vinsælasti áfengi drykkurinn og það er drukkið á bilinu 5 milljarða lítra á hverju ári.

  7. Þú þarft í kringum 600 vínber til þess að búa til eina flösku af rauðvíni.

  8. Það eru í kringum 49 milljón búbblur í kampavínsflösku - Við töldum það ekki en sem betur fer gerði það einhver.

  9. Gin&Tonic á að glóa undir UV ljósi vegna þess að tonic inniheldur kínin sem lýsir undir UV ljósi.

  10. Mjólkurhristingar voru upprunanlega áfengir!

Þar hafiði það! Nú getið þið glatt fólkið í næsta partýi með þessum stórskemmtilegu staðreyndum en við mælum ekkert sérstaklega með því að reyna að telja allar búbblurnar í kampavínsglasinu… Það gæti orðið leiðilegt partý.

Previous
Previous

Coppa Cocktails Sex on the Beach í kjarnasölu og ný brögð í netverslunum!

Next
Next

Coppa Cocktails komnir í reynslusölu